Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Tælenskt kjúklingasalat
Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
Það var gaman að finna fyrir góðum viðbrögðum ykkar við uppskriftinni með sætunni frá Via Health, þar sem við gerðum sykurlausa eplaköku með pekanhnetukurli. Það er því ekki úr vegi að endurtaka leikinn og að þessu sinni prufuðum við okkur áfram með sykurlausa karmellu með möndlum og dökku súkkulaði…mæ ó mæ – hún sló gjörsamlega...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Sykurlaus eplakaka með pekanhnetukurli
Það eru margir sem hafa tekið þá ákvörðun að taka þátt í sykurlausum september, sem er ekkert nema gott mál, en frá því að vefurinn GulurRauðurGrænn&salt var opnaður höfum við orðið vör við miklar breytingar á matarræði fólks og um leið auknum áhuga á uppskriftum af kökum og fleira góðgæti þar sem unnið er með...
Vinsæli forrétturinn
Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það...
Próteinpönnukökur með grískri jógúrt og bláberjasósu
Þá er september komin og haustið með, er það ekki bara alveg dásamlegt? Það er margt að gerast hjá GulurRauðurGrænn&salt þetta haustið og svo margar og himneskar uppskriftir í bígerð sem ættu að verða veisla fyrir bragðlaukana. Eftir nokkra daga fögnum við 2 ára afmæli vefsins og munum að því tilefni gera eitthvað sniðugt – svo...
Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk
Hér er á ferðinni holl og góð súpa stútfull af góðri næringu þar sem tilvalið er að nota uppskeru haustsins. Gulrætur, tómatar og kókosmjólk leggja grunninn af þessari súpu sem klikkar ekki. Súpuna er gott að bera fram með góðu brauði eins og þessum gómsætu hvítlaukshnútum með parmesan. Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk 1...
Hjónabandssæla með smá aukasælu
Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rababarauppskeruna og skella í þessa – algjört nammi namm! Deigið sett í botninn Rababarasulta smurð yfir deigið Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir allt...
Pistasíu pestó kjúklingur
Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
Einn ofurgrænn
Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum drykk sem er stútfullur af góðri næringu. Þessi græni drykkur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ef þið eruð að taka fyrstu skrefin í grænmetisdrykkjum þá get ég mælt með honum. Auðvitað er stórt stökk að fara úr ávaxtadrykkjum (séu þið vön...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við...
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu
Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra...
Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma
Chilíbrownies sem ekki þarf að baka með þeyttum kókosmjólkurrjóma segja allt sem segja þarf. Þessar kökur bræða hjörtu allra, líka þeirra sem vita ekki einu sinni hvað hrákökur eru og eru ekki bara meinhollar heldur svo ótrúlega fljótlegar í gerð. Hollar chilíbrownies 200 g valhnetur eða pekanhnetur 430 g döðlur, steinlausar og mjúkar 2...