Thailenskur matur og eldamennska býður uppá svo margt sem hentar okkar lífsstíl. Hann er yfirleitt fljótlegur, bragðgóður og hægt að stútfylla hann af grænmeti að eigin vali. Þessi Pad Thai réttur er snilldarréttur sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þó hráefnalistinn sé í lengra lagi látið það ekki stoppa ykkur því undirbúningstíminn undir 30 mínútum og...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Ómótstæðileg eplakaka
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...
Næringaríka kjúklingasalatið
Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat...
Matarmikil kókos & kjúklingasúpa
Hvað get ég sagt annað en að ég elska góðar súpur. Það er eitthvað svo ótrúlega notalegt við það að borða súpur hvort sem það er hversdags eða um helgar. Eins og hefur mögulega komið fram hér einhverntímann áður að þá er ég algjör líka algjör kókoslover. Allar uppskriftir sem innihalda kókos eru bara fyrir...
Auðveldur appelsínu kjúklingur
Í nokkra daga hefur mig dreymt appelsínukjúkling og lét nú loks verða að því að elda hann í kvöld. Ég sá ekki eftir því þar sem hann vakti enga smá lukku hjá fjölskyldumeðlimum. Elsti drengurinn minn kom til mín áðan sérstaklega til að fullvissa sig um að þessi réttur færi örugglega inn á síðuna og...
Samlokan með kjúklingabauna & avacadosalati
Eins og ég hef áður sagt finnst mér svo gaman að prufa mig áfram í samlokugerð og gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Þessi samloka með kjúklingabauna og avacadosalati er frábær viðbót í samlokusafnið. Brauðið fékk ég í bakaríinu í Grímsbæ en þar er gott úrval af flottum og næringarríkum brauðum. Þegar brauðið var komið...
Jarðaberja & kókosísinn
Jarðaberja og kókosísinn er í uppáhaldi á heimilinu. Það er leikur einn að gera hann og ekki þörf á neinum sérstökum græjum fyrir utan matvinnsluvél og snilld hversu fljótlegt það er. Þessi er ferskur og meinhollur og á að borðast með sérstaklega góðu samviskubiti. Hér er enginn viðbættur sykur, en bragðið engu að síður perfecto!...
Pina Colada smoothie í grænni útgáfu
Þessi er tileinkaður okkur sem elskum sólina, sumarið og óskum þess stundum að við gætum fengið okkur eins og einn pina colada með góðri samvisku áður en við byrjum daginn af alvöru. …og nú er komið að því. Á morgun mun ég vakna og byrja daginn með þessum, nýja æðinu mínu, pina colada le green!...
Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín
Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar. Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda...
Krakkavæni kornflexkjúklingurinn
Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að leita að uppskrift sem hentaði öllum aldurshópum en væri um leið extra barnvæn. Kornflexkjúklingurinn er mildur á bragðið og stökkur. Hann er ótrúlega einfaldur, inniheldur aðeins 5 hráefni og bragðið kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart. Í stað kjúklings er svo tilvalið að nota fisk eins...
Thailenskt fusion nautasalat
Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti....
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...
Trylltar orkukúlur
Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu...
Sítrusmarineraður skötuselur með vínberjum
Þessa uppskrift fékk ég senda frá einni kunningjakonu sem sagði að hana yrði ég að prufa. Það þurfti sko ekki að pína mig til þess enda féll ég gjörsamlega fyrir hráefnalistanum skötuselur, vínber og sojasósa..naminamm! Meira að segja selleríið sem mér finnst stundum vera yfirgnæfandi gaf í þessari uppskrift frá sér milt og gott bragð...
Heimsins besti kjúklingur
Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum. Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar....