Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Category: <span>Hollara nammi</span>
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Holla & dásamlega karmellukakan
Þessi uppskrift er ein af þeim sem “had me at helloooooooooo”! Þvílík dásemd sem þessi hráfæðikaka er og hver hefur ekki áhuga á hollri karmelluköku? Uppskriftina fékk ég frá henni Margréti Rósu Haraldsdóttur sem segir hana vera sína uppáhalds og hafði hún hana meira að segja í eftirrétt á aðfangadag og það hlýtur nú að...
Súkkulaðimúsin sem var gerð úr kasjúhnetum
Einstaka sinnum dett ég inn á uppskriftir úr hráfæðisgeiranum sem ég verð bara að prufa og þessi súkkulaðikasjúhnetumús er ein af þeim. Það tók ekki langan tíma að gera þessa þó svo að hneturnar hafi þurft að liggja í bleyti. Útkoman var bragðgóð og ljúf súkkulaðimús sem vert er að prufa. Kasjúhnetusúkkulaðimús 1 bolli kasjúhnetur,...
Trylltar orkukúlur
Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu...
Dökkar súkkulaðiskífur með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum
Þessi dásemdar uppskrift kemur úr bókinni happ happ húrra en höfundar hennar eru stofnandi veitingastaðarins Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Erna Sverrisdóttir. Í þessari bók eru margar vinsælustu uppskriftir Happ, uppskriftir að hollum, ljúffengum og næringarríkum mat sem allir geta útbúið. Ég keypti mér hana á nýju ári og trúi ekki að ég hafi...
Stökkir súkkulaði & karamellubitar
Ég efast um að ég geti verið mikið spenntari yfir því að láta inn uppskrift eins og ég er núna. Ég er gjörsamlega að missa mig því þessir bitar eru R.O.S.A.L.E.G.I.R! Karamellan er snilld, hún inniheldur ekki hreinan sykur, er ótrúlega einföld og mun hollari en þessi karamella sem við þekkjum best. Nú heyri ég...
Heimagert og hollt kókosnammi
Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum fyrir...
- 1
- 2