Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Category: <span>Hráfæði</span>
Kakan sem mátti borða í morgunmat
Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur...
Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum
Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæði eftirréttur sem vekur lukku og kátínu þess sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir. Hann tekur stuttan tíma í gerð, en þið gætuð kannski staldrað við kókossmjörið. Ekki veit ég hvort það fáist í heilsubúðum á Íslandi...
Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma
Chilíbrownies sem ekki þarf að baka með þeyttum kókosmjólkurrjóma segja allt sem segja þarf. Þessar kökur bræða hjörtu allra, líka þeirra sem vita ekki einu sinni hvað hrákökur eru og eru ekki bara meinhollar heldur svo ótrúlega fljótlegar í gerð. Hollar chilíbrownies 200 g valhnetur eða pekanhnetur 430 g döðlur, steinlausar og mjúkar 2...
Hollar Rolo kúlur
Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm! Hollar Rolo kúlur Gerir um 16-18 stk 200...
Stökkir nammibitar
Rice Krispies, hunang, hnetusmjör og súkkulaði er allt sem þar til að gera þessu einföldu en um leið dásamlegu nammibita sem eru stökkir með ljúfri karmelluáferð. Tilbúnir á innan við 30 mínútum fyrir okkur að njóta. Stökkir nammibitar 170 ml hunang 130 g hnetusmjör 70 g Rice Krispies 250 g Síríus Konsum súkkulaðidropar Bræðið hunang...
Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum
Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja
Ég hef alltaf jafn gaman að því að borða mat sem er litríkur, hollur og bragðgóður og skal því engan undra að þegar ég borða úti verður veitingastaðurinn Gló oft fyrir valinu. Þangað fer ég Í góðum félagsskap og gæði mér á girnilegum réttum dagsins og ávallt er staðurinn þéttsetinn. Á Gló er fjölbreytnin mikil...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Gestabloggarinn Berglind Sigmars
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Berglind Sigmars sem gaf nýverið út bókina Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar. Berglind er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Í þessari einstöku bók hefur hún notið aðstoðar eiginmanns...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Bountybiti með möndlumulningi
Þegar kókos og súkkulaði sameinast að þá gleðjast bragðlaukar mínir. Nú ætlum við að taka Bounty og gera það enn betra. Ójá Bountybiti úr hráfæðilínunni með möndlumulningi er ekki bara falleg sjón heldur líka æðislegt á bragðið. Þið eruð enga stund að gera þessa með góðri hjálp frá töfrasprotanum eða matvinnsluvélinni. Bounty með möndlumulningi Döðlubotn 1...
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Litríka hráfæðikakan með hindberjamús
Fallegu litirnir, einfaldleikinn og hollustan voru það sem heilluðu mig við þessa girnilegu köku og ég var ekki lengi að skella í eina og koma þannig til móts við stigvaxandi sykurlöngun. Það er erfitt að klúðra þessari dásemdar hráfæðiköku sem gleður og hægt að sníða hana að smekk hvers og eins með því að láta...
- 1
- 2