Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Category: <span>Kökur & smákökur</span>
Ómótstæðileg eplakaka
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...
Kókoskarmellu brownie með pekanhnetukurli
Haldið ykkur fast, nú kynni ég til leiks eina rosalega súkkulaðiköku! Þessa gerði ég fyrir drengina mína sem voru komnir með meira en nóg af hráfæðikökunum hennar mömmu sinnar og báðu um eina svona ekta súkkulaðiköku. Þessi er reyndar svo miklu meira en bara ekta súkkulaðikaka, þetta er súkkulaðibomba! Hvernig getur eitthvað sem inniheldur kókos,...
Litríka hráfæðikakan með hindberjamús
Fallegu litirnir, einfaldleikinn og hollustan voru það sem heilluðu mig við þessa girnilegu köku og ég var ekki lengi að skella í eina og koma þannig til móts við stigvaxandi sykurlöngun. Það er erfitt að klúðra þessari dásemdar hráfæðiköku sem gleður og hægt að sníða hana að smekk hvers og eins með því að láta...
Holla & dásamlega karmellukakan
Þessi uppskrift er ein af þeim sem “had me at helloooooooooo”! Þvílík dásemd sem þessi hráfæðikaka er og hver hefur ekki áhuga á hollri karmelluköku? Uppskriftina fékk ég frá henni Margréti Rósu Haraldsdóttur sem segir hana vera sína uppáhalds og hafði hún hana meira að segja í eftirrétt á aðfangadag og það hlýtur nú að...
Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma
Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð. Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma 12 stk 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)...
Brillíant bláberja & zucchini muffins
Ég hef áður birt muffins uppskrift sem er með þeim betri sem ég hef bragðað og sú uppskrift ávann sér þann heiður að fá að heita í höfuðið á minni kæru vinkonu, Melkorku. MelkorkuMuffins eru hreint út sagt dásamlegar á bragðið, mjúkar og ferskar og alveg óhætt að mæla með þeim. Forvitnin rak mig hinsvegar...
Gulrótarkaka með kókos & ananaskurli
Gulrótakaka, ójá við elskum hana öll og það ekki að ástæðulausu. Uppskriftin að þessari gulrótarköku er svo líka sérstaklega góð. Kakan er einstaklega mjúk og bragðgóð og kókosinn og ananaskurlið gera það að verkum að hún er jafnframt fersk á bragðið. Svo er kremið svo sjúklega gott að það er auðveldlega hægt að tvöfalda uppskriftina...
Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið
Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir...
Piparkökur jólanna
Leit minni að hinum fullkomnu piparkökum er lokið!! Þessar eru dásamlegar og endalaust jólalegar. Stökkar að utan, mjúkar að innan og innihalda dásamlegt kryddbragð. Í þessa uppskrift lét ég kúfaða teskeið af kryddunum og þær rifu vel í, sem mér finnst reyndar gott, en ef þið ætlið að leyfa krakkagrísunum að fá smá smakk að...
Snjókornakonfekt
Hér kemur eitt einstaklega fallegt og jólalegt nammi, konfektnammi með sykurpúðum, trönuberjum og hvítu súkkulaði. Það verður varla mikið amerískara en þetta! Ef þið finnið sykurpúða í bleikum lit er flott að blanda því saman við hvíta. Macademia hnetur fást léttsaltaðar í sumum matvöruverslunum og vel hægt að nota þær. Snjókornakonfekt 250 gr sykurpúðar (marsmellows),skornir...
Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum
Nú er aðventan runnin upp. Dásemdar tími sem á að snúast um að hafa það notalegt og njóta. Bakstur með börnunum er fyrir mér órjúfanlegur hluti þess að gera aðventuna notalega. Þessar gerðum við um daginn og er ásamt þessum unaðslega góðu smákökum með betri sem ég hef bragðað. Ég vona að þið njótið desembermánaðar...
Dásamlegar & danskar eplaskífur
Eplaskífur hafa fylgt mér frá barnæsku enda er mamma hálf-dönsk og fyrir okkur var það að fá eplaskífur svipað og að fá pönnukökur. Strákarnir mínir sögðu að þessi uppskrift yrði að fara inn á síðuna enda elska þeir að fá eplaskífur og finnst skemmtilegt að koma með vini sína í heimsókn og kynna fyrir þeim...
Pavlova í sparifötunum
Nigella á heiðurinn að þessari fallegu og sparilegu súkkulaðipavlovu. Nigella er ein af mínum uppáhalds sjónvarpskokkum enda á hún margar frábærar uppskriftir og er bæði heillandi og skemmtilega óhefðbundin. Sumir gætu kannski verið komnir með leið á því þegar hún “vaknar” um miðja nótt og laumast í smá snarl og ég viðurkenni að það er...
Ómótstæðileg peacan pie
Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...
SúkkulaðibitaBomba
Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti. Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf! SúkkulaðibitaBomban 1 bolli = 230 ml 230...
Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði
Nú nálgast jólin óðfluga sem er fáránlegt því mér finnst eins og sumarið sé nýhafið. En þessi árstími hefur sko alveg sinn sjarma og fátt jafn kósý og göngutúr í kuldanum, teppi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber...
Súkkulaði-espresso kökur
Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní...