Jæja þá er ferming afstaðin og mikið sem hún heppnaðist vel og dagurinn fallegur og gleðilegur. Ég mun koma með fermingarfærslu bráðlega þar sem ég fer yfir atriði sem gott er að hafa í huga við fermingarundirbúninginn en fyrst smá hvíld. Ég birti mynd á instagram af geggjaðri rjómaostaídýfu með mangó chutney og salthnetum sem...
Category: <span>Meðlæti</span>
Geggjað brokkolísalat með eplum og beikoni
Nú þegar grillvertíðin fer að hefjast er við hæfi að koma með uppskrift að meðlæti sem smellpassar með grillmatnum og þið munuð elska. Ég hef nú reyndar notað þetta sem meðlæti í allan vetur með kjúklingabringunum eða lambalærinu – alltaf vekur þetta jafn mikla lukku. Uppáhalds meðlætið! Brokkolísalat með eplum og beikoni 1 brokkolí,...
Kramdar hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti
Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum. Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti 700 g kartöflur 1 msk ólífuolía salt og pipar 3 msk smjör, brætt 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk timían 225 g brie ostur, skorinn í litla bita. fersk steinselja,...
Bragðmiklar kasjúhnetur sem slá í gegn
Hér er á ferðinni ansi skemmtileg uppskrift að bragðgóðum chilí kasjúhnetum sem slá í gegn hjá öllum sem þær bragða. Þetta hefur verið mitt snarl undanfarna daga enda hættulega bragðgóðar. Flottar sem millimál, kvöldsnarl nú eða með góðum fordrykk. Bragðmiklar kasjúhnetur Styrkt færsla 5 dl kasjúhnetur 3 msk hrásykur (eða púðursykur) 1 msk vatn...
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu
Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Hægelduð önd með eplafyllingu, sósu lata mannsins og bestu sætkartöflumús allra tíma með pekanhnetukurli
Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Humarvefjur með hvítlauks aioli
Síðastliðinn þriðjudag var frumraun mín í sjónvarpi þegar Sjónvarp Símans sýndi þáttinn Ilmurinn í eldhúsinu sem unnin var af SKOT production. Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að horfa á sjálfan sig í svona löngum þætti, en ég er sátt við útkomuna og þakka ég því fagmönnum sem að þessum þáttum stóð....
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Geggjað apríkósu og engifer marmelaði
Nú eru síðustu dagar í sumarfríi hjá mér og ég verð nú að segja að sólin mætti gjarnan skína aðeins á okkur hérna í Reykjavík. Hver bauð haustinu í heimsókn í júlí? Hver????? Ég reyni að sjálfsögðu að gera gott úr þessu og gerði þessa dásamlega góða marmelaði úr apríkósum og engifer. Litir sólarinnar sko…er...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Eygló Hlín gerir geggjaðar kókospönnslur
Það er svo gaman að fá sendar skemmtilegar uppskriftir frá ykkur elsku lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt að frábærum uppskriftavef. Ef þið lumið á einhverjum perlum verið ófeimin að senda mér línu á berglind@grgs.is og hver veit nema ykkar uppskrift birtist á vefnum. Hún Eygló Hlín er mikill matgæðingur og hér kemur hún með uppskrift að...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Geggjuð ostaídýfa
Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! “Guilty pleasures” eins og þær gerast bestar Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili,...
Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco
Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Frábær steikarsósa fyrir þá sem ekki kunna að gera sósur
Nú verður að viðurkennast að styrkleikar mínir liggja ekki í sósugerð og satt best að segja hef ég hingað til látið aðra sjá um það verk. En nú eru breyttir tímar og um daginn afrekaði ég að gera sósu sem var með þeim betri sem ég hef bragðað (sorry bernaise). Sósan sem um ræðir er...