Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Uppáhalds kjúklingasúpan
Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Heimagerð Dukkah
Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó...
Ceviche lúða
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Ómótstæðileg eplakaka
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...
Næringaríka kjúklingasalatið
Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat...
Litríka hráfæðikakan með hindberjamús
Fallegu litirnir, einfaldleikinn og hollustan voru það sem heilluðu mig við þessa girnilegu köku og ég var ekki lengi að skella í eina og koma þannig til móts við stigvaxandi sykurlöngun. Það er erfitt að klúðra þessari dásemdar hráfæðiköku sem gleður og hægt að sníða hana að smekk hvers og eins með því að láta...
Holla & dásamlega karmellukakan
Þessi uppskrift er ein af þeim sem “had me at helloooooooooo”! Þvílík dásemd sem þessi hráfæðikaka er og hver hefur ekki áhuga á hollri karmelluköku? Uppskriftina fékk ég frá henni Margréti Rósu Haraldsdóttur sem segir hana vera sína uppáhalds og hafði hún hana meira að segja í eftirrétt á aðfangadag og það hlýtur nú að...
Thailenskt fusion nautasalat
Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti....
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Súkkulaðimúsin sem var gerð úr kasjúhnetum
Einstaka sinnum dett ég inn á uppskriftir úr hráfæðisgeiranum sem ég verð bara að prufa og þessi súkkulaðikasjúhnetumús er ein af þeim. Það tók ekki langan tíma að gera þessa þó svo að hneturnar hafi þurft að liggja í bleyti. Útkoman var bragðgóð og ljúf súkkulaðimús sem vert er að prufa. Kasjúhnetusúkkulaðimús 1 bolli kasjúhnetur,...