Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Betri en “take away” kjúklingaréttur í rauðri kókoskarrýsósu
Fyrir mér er fátt betra en góður asískur réttur. Kostirnir við asíska matargerð eru margir en þó helst þeir að maturinn er einfaldur í gerð, meinhollur og bragðast dásamlega. Allt sem við elskum við asíska matargerð er nú samankomið í þessum dásemdar kjúklingarétti sem er mildur og bragðgóður og betri en nokkur take away sem...
Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur sem bráðna í munni
Kartöflur sem eru stökkar og bragðgóðar með hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið meðlæti með öllum mat…og krakkarnir elska þessar. Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur 500 g kartöflur 2 hvítlauksrif, pressuð 4 msk smjör, brætt 1 tsk timían sjávarsalt og pipar 50 g parmesanostur, rifinn Sjóðið kartöflur í potti þar til þær eru farnar að mýkjast eða...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Rjómalagaðar kartöflur með vorlauk
Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi
Franskar kökur hafa fyrir löngu aflað sér mikilla vinsælda fyrir að tilheyra í flokki með bragðbetri kökum sem til eru en vera jafnframt þær einföldustu í gerð. Hér erum við með uppskrift af einni dásamlegri ekta súkkulaðiköku með fílakaramellukremi sem er “TO DIE FOR”. Fílakaramellukaka 4 egg 2 dl sykur 200 gr suðusúkkulaði...
Pepperoni pasta í piparostasósu
Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Túnfisksalat með eplabitum og anaskurli
Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn. Hið fullkomna túnfisksalat Túnfisksalat með eplum 2 litlar dósir túnfiskur 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður 1/2 grænt epli, saxað smátt 3 msk ananaskurl, safi síaður frá 3 egg, skorin smátt 1...
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð. Þvílík dásemd! Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 400 g marsipan 4 egg 45 g olía 5 msk kakó Glassúr 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði 1 msk smjör Skraut Valhnetur, saxaðar...
Geggjaðir múslíbitar
Bestu, bestu, bestu múslíbitar sem ég hef hingað til bragðað. Þessir eru svo mjúkir og ofurljúffengir og að sjálfsögðu stútfullir af allskonar hollustu sem hver og einn getur leikið sér með eftir því hvað er til í skápunum. Njótið vel – and you will! Þessir eru rosalegir! Á leið í ofninn…súkkulaðið kemur síðar ummmm!...
Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma
Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn! Algjört namminamm! Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma Botnar 200 g sykur 50-60 g Kellogg’s Kornflex 4 eggahvítur 1 tsk lyftiduft Makkarónurjómi 8 makkarónukökur, muldar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl) 500 ml rjómi, þeyttur Súkkulaðikrem 100 g Nóa...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Hin sívinsæla saumaklúbbskaka
Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Þessi dásemdar bananakaka er ein sú allra auðveldasta og reyndar það auðveld að börn geta auðveldlega spreytt sig í eldhúsinu meðan foreldrarnir taka því rólega (snilld eða snilld?). Hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fær okkar bestu meðmæli. Það er misjafnt hvernig form ég nota undir hana, stundum hringlaga, ferkantað eða brauðform, allt...
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt....
Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma
Hér er á ferðinni dásamleg súkkulaðikókoskakan með hindberjarjóma sem gleður bragðlaukana. Tilvalin…alltaf! Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma 60 g dökkt súkkulaði, saxað smátt 70 g kakóduft 1 msk kaffi 180 ml heitt vatn 240 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon 180 hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk natron 1 tsk salt 85 g smjör,...
Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu
Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu er dásamlega ferskur, hollur og bragðgóður eftirréttur. Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu 1 ananas skorinn í sneiðar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði, brætt kókosmjöl Pistasíuhnetur Grillspjót, lögði í bleyti Stingið grillspjótunum í ananasbitana. Grillið ananasinn þar til hann er farin að hitna og...