Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikur
Að þessu sinni er komið að uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku hjá lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Uppskrift af kanillengju með súkkulaðiglassúr og möndluflögum sem er hættulega góð og þú vilt alls ekki baka nema þú eigir von á gestum. Fyrir okkur kaffielskendur er gott bakkelsi fullkomnað með góðu kaffi og þá er nauðsynlegt að eiga...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Sælgætis múslíbitar
Þessir múslíbitar hafa vinninginn þegar múslíbitar eru annars vegar. Þeir innihalda hafra, fræ, hnetur, rúsínur og hlynsíróp sem nær að vera fullkomnun ein og sér en við bætum um betur og dreipum smá hvítu súkkulaði yfir bitana að auki. Þessir múslíbitar eru svo ólýsanlega góðir að hér þarf að tvöfalda uppskriftina ef þeir eiga að...
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Ótrúlega ljúffengir Oreo ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun. Hér er á ferðinni algjört gúmmelaði sem klikkar ekki! Einfaldir Oreo ostakökubitar...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Gestabloggarinn Helga Garbíela – Pizza með ofnbökuðum rauðrófum, mýktum lauk, valhnetum og geitaosti.
Ég er bæði stolt og spennt að kynna næsta gestabloggara til leiks. Þetta er hún Helga Gabríela sem heldur úti matarblogginu helga-gabriela.com þar sem hún birtir hollar, frumlegar og svo gjörsamlega ómótstæðilegar uppskriftir og birtir fallegar ljósmyndir með. Ég get óhikað sagt að hún er einn af mínum uppáhalds matarbloggurum hér á Íslandi. Helga Gabríela var...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum...
Kanilsnúðar á 30 mínútum
Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu! En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og...
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið. Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com 500 g nautahakk 1 rauðlaukur, skorinn smátt 3-4 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk salt 1 tsk pipar 1...
Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni
Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn, enda gerði hún það. Karmellukremið er ekkert svo að skemma fyrir, eða makkarónubotninn..ónei. Svo er líka svo þægilegt að hana má gera fram í tímann og taka svo úr frysti...
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Heimsins bestu kanilsnúðar
Um daginn bakaði ég þessa kanilsnúða í fyrsta sinn og sagði frá því á instagram síðu GulurRauðurGrænn& salt að mér hefði verið lofað því að þetta væri uppskriftin af heimsins bestu kanilsnúðum. Ég sagði að ef þeir stæðust væntingar myndu þeir að sjálfsögðu rata inn á síðuna og viti menn…taddarraraaaa, hér eru þeir mættir: Heimsins bestu kanilsnúðar. Heimsins...