Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið...
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Brownies – þær bestu!
Undursamlega góðar brownies sem ég vil meina að séu þær allra bestu. Ofureinfaldar í gerð en bráðna í munni. Hægt að bæta við hnetum sé þess óskað en á mínu heimili er vinsælast að hafa þær án þeirra. Njótið xxxx Bestu brownies 100 g smjör 2 egg 3 dl sykur 1 ½ dl hveiti...
Frosin jógúrt á 5 mínútum
Þegar ég var í Barcelona á sínum tíma var mér bent af spænskri fjölskyldu á ísbúð sem seldi heimsins besta jógúrtís. Ísbúðin heitir Bodevici og er staðsett í Gracia hverfinu, nánar tiltekið á Torrijos street og ég get tekið undir það að þar má finna einn þann allra besta ís sem ég hef bragðað. Fyrir ykkur sem...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi. Amerískar pönnukökur á 5 mínútum Gerir um 16 stk 1 msk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk sykur 2...
Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakaka
Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Kjötbollurnar sem við elskum öll
Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel! Sænskar kjötbollur Gerir um 24 stk...
Gerbollur með vanilluís og Pipp karamelluglassúr
Ómótstæðilegar gerbollur fyrir bolludaginn með vanilluís og Pipp karamelluglassúr… Gerbollur með vanilluís og karamelluglassúr 15-18 stk 100 g smjörlíki 3 dl mjólk 50 g þurrger 1 egg 75 g sykur 1 tsk salt 500 g hveiti 1 tsk kardimommudropar Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg,...
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm. Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi 10-12 stk. 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við...
Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma
Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma...
Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega. Hollar Snickerskúlur 20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu 1 bolli salthnetur 150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni...
Nostalgísk blómkálssúpa með eplum og beikonbitum
Blómkálssúpa vekur einhverja hluta vegna um smá nostalgíu hjá mér og á þessum árstíma finnst mér það hreinlega þurfa að hafa blómkálssúpu í matinn og þá helst með nýbökuðu brauði hafi maður tíma fyrir það. Þrátt fyrir að klassíska blómkálssúpan standi ávallt fyrir sínu að þá er nú alltaf skemmtilegt að prufa nýjar uppskriftir og...
Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi
Mig fer alltaf að langa í þessa dásamlegu kanilskúffuköku þegar jólin nálgast enda hefur þessi kaka verið kölluð jólaskúffukaka á mínu heimili. Uppskriftin er bæði fljótleg og sáraeinföld og passar ótrúlega vel að skella í eina svona til að gæða sér á í jólastússinu. Eftir að ég greindist með eggjaofnæmi hefur þessi uppskrift komist í...
Hafraklattar sem maður getur ekki hætt að hugsa um!
Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikur
Að þessu sinni er komið að uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku hjá lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Uppskrift af kanillengju með súkkulaðiglassúr og möndluflögum sem er hættulega góð og þú vilt alls ekki baka nema þú eigir von á gestum. Fyrir okkur kaffielskendur er gott bakkelsi fullkomnað með góðu kaffi og þá er nauðsynlegt að eiga...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...