Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum...
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Snúðahringur með vanilluglassúr
Ég hef oft bakað snúða áður en aldrei hef ég bragðað á jafn dásamlegum snúðum og þá sem þessi uppskrift hefur uppá að bjóða. Þeir eru svo ólýsanlega mjúkir og bragðgóðir og glassúrinn er engu líkur! Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram...
Bananabrauð með Nutellakremi
Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...
Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma
Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð. Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma 12 stk 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)...
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu...
Kryddbrauðið sem var krassandi
Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá unga aldri en þetta brauð bakaði mamma oft um helgar við mikla ánægju okkar barnanna og stendur ávallt fyrir sínu. Pilsnerbrauð er kryddbrauð sem er einfalt og fljótlegt í undirbúningi. Það hentar einstaklega vel yfir vetrartímann enda er fátt yndislegra en að finna heimilið lykta af engifer, múskati og...
Jógúrtpönnukökur með vanillusýrópi
Ljúffengur pönnukökubröns! Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan. Þið gætuð hugsanlega verið eins og ég og velt því fyrir ykkur af hverju þið ættuð mögulega að nenna að gera ykkar eigið sýróp þegar þið getið farið út í búð og keypt gott sýróp án...
Brjálæðislega gott bananabrauð
Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar. Bjálæðislega bananabrauðið Skál 1...
Melkorku muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði
Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar! Melkorku muffins 1 bolli= 240 ml 3 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 3 tsk lyftiduft 125 gr. hvítir súkkulaðidropar 125 gr. bráðið smjör...