Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð. Taco pizza...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Bananabrauðið sem börnin elska
Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að...
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Piccata kjúklingur
Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
Við byrjum nýja viku á uppskrift af dásamlegum fiskrétti með ítölskum blæ. Tómatar, hvítlaukur og fersk basilíka ásamt bræddum mozzarella gera þennan einfalda fiskrétt hreint ótrúlega bragðgóðan. Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu fyrir 4 7-800 g hvítur fiskur safi úr 1/2 sítrónu ólífuolía salt og pipar 1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 lúka...
Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti
Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...
Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu
Það er skemmtilegt að útbúa bökur og raða í þær þeim hráefnum sem hugurinn girnist hverju sinni. Að þessu sinni sameinast mín uppáhalds hráefni í dásamlega böku sem gaman er að bjóða upp á. Bökur er gott að útbúa deginum áður og bera fram kalda eða hita örlítið í ofni áður en hún er borin...
Pasta alla vodka
Þið þurfið ekki að leita lengi til að finna uppskrift að pastarétti sem inniheldur hráefnið vodka. Matgæðingar keppast um að lofa pastasósuna og hún hefur birst í ófáum matreiðslubókum. Það er ekki að undra því uppskriftin er dásamleg og ótrúlegt hvað góð pastasósa getur gert mikið fyrir einfalt spaghetti. Á stuttum tíma er komin þessi...
Lakkrískubbar
Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka. Lakkrískubbar 500 g döðlur saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en...
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Léttara carbonara
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Uppáhalds kjúklingasúpan
Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu...