Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Recipe Category: <span>Kjöt</span>
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu
Þessi dásemdar kjúklingaréttur er eins og þeir gerast bestir á asískum veitingastöðum. Fjölskyldumeðlimir munu undrast hæfileika ykkar, dásama þennan rétt og biðja um hann aftur fljótlega. Ekki skemmir að hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Í þennan rétt er tilvalið að nota það grænmeti sem þið eigið hverju sinni. Um daginn bætti ég við...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Kjúklingur í mangósósu
Kjúklingur í mangósósu færir okkur örlítið af sumar og sól fyrir matargerðina á þessum haustdögum. Þetta er virkilega bragðgóð uppskrift sem einfalt er að gera. Kjúklingur í mangó sósu Fyrir 2-3 Styrkt færsla 8 kjúklingaleggir safi úr einni sítrónu Mangósósa 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak’s 2 tsk karrý 2 msk dijon sinnep...
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Nautasteik í gúrm marineringu
Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...
Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi
Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu
Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat. Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...