Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér. Njótið helgarinnar vel. Indverskur kasjúhnetukjúklingur 1 rauðlaukur 8-10 hvítlauksrif, söxuð...
Recipe Category: <span>Kjöt</span>
Tælenskur basilkjúklingur
Fyrir ári síðan fór ég í ferð til Tælands þar sem ég hélt upp á jólin með fjölskyldunni. Reyndar héldum við varla upp á jólin því deginum var notið á ströndinni sem var nú bara frábær tilbreyting við hin hefðbundnu jól, þó svo að þau standi nú alltaf fyrir sínu. Nú þegar að tæpt ár er...
Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni
Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra. Ítalskur marinara kjúklingaréttur Tómatmauk 4 msk ólífuolía 4 skarlottulaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 dós hakkaðir tómatar 2 tsk oregano ¼ tsk piparflögur ½...
Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...
Kjúklingabringur með rjómaosta- og pestófyllingu
Helgarrétturinn er mættur í allri sinni dýrð. Himneskar og ofureinfaldar kjúklingabringur fylltar með rjómaosti, pestó og parmaskinku, svona réttur sem hefur það allt! Kjúklingarétturinn bragðast frábærlega með sætum kartöflum, góðu salat og dásamlegt að bera fram með vel kældu Jacob´s Creek Chardonnay hvítvíni frá Ástralíu með suðrænni ávaxtasýru sem smellpassar með þessum. Njótið vel og góða helgi!...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Kjúklinga- og beikonlasagna
Nú erum við byrjuð með nýjan lið á GulurRauðurGrænn&salt sem heitir Helgarmaturinn en þar munum við koma með rétti sem smellpassa inn í helgina og para hann með góðum vínum. Fyrsti rétturinn er snilldar kjúklinga- og beikonlasagna, blanda sem getur í raun ekki klikkað. Með því bárum við fram rauðvínið Casillero del Diablo Merlot sem fæst í...
Besti kjúklingaréttur EVER!
Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann...
Stökkar chimichanga með nautahakksfyllingu
Mexíkóskur vekur alltaf lukku og svo ótrúlega gaman að prufa sig áfram með þessa tegund matargerðar. Hér er á ferðinni chimichanga fylltar með nautahakki sem eru steiktar þar til stökkar. Fljótleg og ofurgóð kvöldmáltíð sem slær í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Hráefnin undirbúin Chimichangas með nautahakksfyllingu, salsa sósu, sýrðum rjóma og kóríander Chimichanga með nautahakksfyllingu...
Tælenskt kjúklingasalat
Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Pistasíu pestó kjúklingur
Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
“Pulled pork”
Ég er búin að vera með “craving” í pulled pork í þó nokkurn tíma. Þetta er réttur sem ég hef einhvernvegin aldrei látið vera af því að elda en var orðið löngu tímabært. Kjötið er hægeldað í djúsí marineringu í 8 tíma og þegar það kemur úr ofninum er það svo mjúkt að það dettur...
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....