Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Recipe Category: <span>Kjöt</span>
Kalkúnn með majonesmarineringu
Að bjóða upp á og borða kalkún er fyrir mér afskaplega hátíðlegt. Kannski er það vegna þess hversu sjaldan ég elda kalkún eða vegna þess að þegar það er gert að þá hóar maður í stóran hóp af vinum og vandamönnum og reynir að gera skemmtilega stemmningu í kringum máltíðina. Það eru til margar aðferðir...
Taco pítsa
Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð. Taco pizza...
Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu
Grískur, fallegur, litríkur og ljúffengur er óhætt að nota sem lýsingu á þessum rétti sem tilvalið er að elda um helgina. Kjúklingabringur fylltar á grískan máta er ofureinfalt að gera og lætur viðstadda stynja af ánægju. Ekki skemmir svo fyrir að þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er einnig meinhollur. Njótið vel! Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu 1 krukka...
Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu
Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá! Súrsætur kjúklingaréttur...
Ofureinfaldur kjúklingaréttur með sveppum og þistilhjörtum
Kjúklingaréttur með þistilhjörtum Þegar maður kemst á bragðið með að borða þistilhjörtu er erfitt að hætta. Fersk eru þau einhver allra fyrirhafnarmesti matur sem finnst – og í þokkabót grátlega lítið ætt af hverju og einu. En bragðið heldur manni við efnið. Marineruð í olíu í krukku eru þau aðeins auðveldari viðfangs. Og ekkert síðri....
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Piccata kjúklingur
Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að...
Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti
Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...
Fimm stjörnu kjúklingaréttur
Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum. Borðbúnaður Indiskaa Kínverskur...
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið. Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er...
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Hægeldað lambalæri með dukkah
Ég hef áður komið með færslu þar sem ég hef dásamað dukkah. Hvort sem þið kaupið það út í búð eða búið það til sjálf skiptir ekki öllu en það má endalaust leika sér með þetta og prufa með hinum ýmsum mat. Ég birti um daginn uppskrift að dukkah lax en nú ætla ég að koma...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...