Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Kung pao kjúklingur
Hér er á ferðinni bragðmikill kjúklingur sem á rætur sínar að rekja til Kína. Snilldin við þennan rétt er að hægt er að leika sér með hráefnin að vild og nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum. Endilega smakkið sósuna vel til og bætið chillí maukinu saman smátt og smátt þannig að styrkleiki sósunnar...
Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu
Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full...
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku
Þó svo að vorið sé ekki komið til okkar að þá má engu að síður þykjast. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur réttur sem færir okkur að minnsta kosti sól í hjarta. Nýja uppáhaldið mitt eru kjúklingalæri sem eru ljúf tilbreyting frá kjúklingabringunum en þau eru oft mýkri og safaríkari. Í þessari uppskrift notaði...
“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu
Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa...
Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld
Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er...
Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu
Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Lasagna meistaranna
Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar...
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki
Nýlega lá leið mín með góðum vinum á veitingastaðinn RUB23. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð var mikil gleðiferð. Ekki nóg með það að maturinn hafi verið skemmtilega útfærður, frumlegur og góður, að þá var þjónustan jafnframt framúrskarandi. Það er alltaf ánægjulegt þegar að veitingastaðir leggja áherslu á að starfsfólkið sé...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Kalkúnn með majonesmarineringu
Að bjóða upp á og borða kalkún er fyrir mér afskaplega hátíðlegt. Kannski er það vegna þess hversu sjaldan ég elda kalkún eða vegna þess að þegar það er gert að þá hóar maður í stóran hóp af vinum og vandamönnum og reynir að gera skemmtilega stemmningu í kringum máltíðina. Það eru til margar aðferðir...