Þetta slær ávallt í gegn
Recipe Category: <span>Meðlæti</span>
Rjómaostafylltur jalapenos
Rjómaostafylltur jalapeno er frábær sem snarl, forréttur eða sem smáréttur á veisluborðið
Ofnbökuð ítölsk ostaídýfa
Það er ekki oft sem ég verð orðlaus, en það varð ég svo sannarlega þegar ég tók fyrsta bitann af þessari bragðgóðu ostaídýfu. Ídýfan er frábær sem forréttur, í saumaklúbbinn eða partýið og færir okkur til Ítalíu að minnsta kosti í huganum.
Geggjað brokkolísalat með eplum og beikoni
Nú þegar grillvertíðin fer að hefjast er við hæfi að koma með uppskrift að meðlæti sem smellpassar með grillmatnum og þið munuð elska. Ég hef nú reyndar notað þetta sem meðlæti í allan vetur með kjúklingabringunum eða lambalærinu – alltaf vekur þetta jafn mikla lukku. Uppáhalds meðlætið! Brokkolísalat með eplum og beikoni 1 brokkolí,...
Gulrótarsúpa með engiferi og naan brauð með fetaostaólífufyllingu
Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið. Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...
Kramdar hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti
Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum. Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti 700 g kartöflur 1 msk ólífuolía salt og pipar 3 msk smjör, brætt 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk timían 225 g brie ostur, skorinn í litla bita. fersk steinselja,...
Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu og út að borða fyrir tvo á Grillmarkaðinn
Grillmarkaðurinn og Allegrini vínhús á Ítalíu, efna til matarveislu dagana 16.- 17. febrúar 2018. Hrefna Sætran og matreiðslumenn Grillmarkaðarins hafa sett saman 9 rétta matarveislu í tilefni heimsóknar Francesco Allegrini sem hefur sérvalið vín með hverjum rétti. Allegrini er meðal virtustu og áhrifamestu vínhúsa Ítalíu. Vín þeirra hafa notið mikilla vinsælda bæði hér á landi ogum heim...
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Hægelduð önd með eplafyllingu, sósu lata mannsins og bestu sætkartöflumús allra tíma með pekanhnetukurli
Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Geggjuð ostaídýfa
Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! “Guilty pleasures” eins og þær gerast bestar Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili,...
Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco
Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar...
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....