Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum. Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum – vörur úr versluninni Snúran Karrý kjúklingur með kókosnúðlum 700...
Recipe Category: <span>Pasta</span>
Unaðslegt risotto með smjörsteiktum aspas
Helgarmaturinn er nú frekar ljúffengur að þessu sinni en það er dásemdar risotto með smjörsteiktum aspas. Í minningunni er risotto frekar tímafrekur og flókinn réttur, en það á ekki við neina stoð að styðjast hér. Uppskriftin er fljótleg og frábær og mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum sem hana gera. Hér er komin...
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Pepperoni pasta í piparostasósu
Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með spínati og stökkum beikonbitum
Þessi pastaréttur er hreinn unaður og færir mann aðeins nær Ítalíunni yndislegu. Hann er einfaldur í gerð og fullkominn í gott matarboð án mikillar fyrirhafnar. Parmesan rjómasósan er með hvítlauk, spínati og ferskum tómötum og síðan er pasta bætt saman við og endað á kjúklingabitum, stökku beikoni og basilíku. Getur ekki klikkað og mun ekki...
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
Spicy núðlur á mettíma
Þessi réttur er algjör snilld og hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem vill láta matinn rífa aðeins í bragðlaukana. Hann er einfaldur í gerð og því fullkominn í kvöldmatinn í miðri viku. Auðvitað má smakka sósuna til og hafa hann mildan, en þá mæli ég með því að bæta aðeins um 1 tsk af chilímaukinu í...
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Ítölsk tortellini tómatsúpa
Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki. Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...