Kjúklingur með stökku beikoni og vorlauk í geggjaðri sósu
Recipe Tag: <span>Kjöt</span>
Fáránlega góður kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum
Kjúklingur í kasjúhnetusósu. Þessi réttur fær fullt hús stiga
Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Hvort sem við segjum pulsur eða pylsur þá er þetta uppskrift sem kemur skemmtilega á óvart!
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Þetta er kjúklingarétturinn með sérstaka nafnið en hann nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.
Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!
Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu
Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Fáránlega gott hátíðarlamb fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti
Þetta er svo mikið nýjasta uppáhalds uppskrift mín að lambalæri. Úrbeinað og fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti – lamb sem sló í gegn á mínu heimili á páskadag. Ég úrbeinaði lambið sjálf (innsog) og þrátt fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað ég væri að gera gekk það furðuvel. Orðið úrbeina flækir þetta kannski bara...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Lasagna sem enginn trúði að ég hefði gert
Ég held ég hafi ansi oft fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...
Nautavefja með hvítlauksostafyllingu
Nautakjöt með hvítlauksostafyllingu – jafn gott og það hljómar. Nautavefja með hvítlauksostafyllingu Styrkt færsla Fyrir 2-3 600 g nautakjöt 200 g rjómaostur, t.d. Philadelphia classic 2 dl 18 % sýrður rjómi, td. frá Mjólka 2-3 hvítlauksrif, pressuð salt og pipar timían Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og hvítlauksrifjum saman í skál og hrærið vel. Fletjið...
Kjúklingur með eplum og beikoni í mangórjómasósu
Þetta er einn af þessum ofureinföldu réttum sem vekja mikla lukku – jafnvel einnig hjá þeim allra matvöndustu. Uppáhald allra Kjúklingur með eplum og beikoni og mangósósu Fyrir 4-6 4-6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt og pipar 200 ml sýrður rjómi 3 dl rjómi 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak´s 1-2...
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörsósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Nautasteik í gúrm marineringu
Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...