Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að setja glassúr á þær en það má að sjálfsögðu skreyta þær að vild. Ég nota Oatly kaffi mjólkina mikið í bakstur þar sem hún er svo djúsí og góð. Hún er fitumeiri heldur en hinar týpurnar og hentar því sérlega vel í allskyns kökuuppskriftir þar sem beðið er um mjólk.
Ég mæli með því að setja þessa uppskrift í bookmarks, prenta hana út, vista á Pinterest eða skrifa niður í uppskriftabókina því þú munt ekki vilja neina aðra uppskrift hér eftir!
Leave a Reply