Innihaldslýsing

550g hveiti
250g hrásykur eða venjulegur
180g smjörlíki eða vegan smjör
2 tsk matarsódi
2 tsk negull
2 tsk engifer
1/2 tsk hvítur pipar
4 tsk kanill
1 dl sírópið í grænu dollunum
1 dl Oatly ikaffe haframjólk
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að...

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörlíki og síróp saman í potti.
2.Blandið öllum þurrefnum saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Blandið saman þurrefnum og þegar sírópið og smjörlíkið er bráðið hellið því í hrærivélaskálina og vinnið á hægum hraða. Setjið haframjólkina út í og haldið áfram að hnoða þar til deigið er slétt og samfellt. Athugið að deigið er frekar lint en það á að vera þannig.
3.Skafið deigið í aðra minni skál og setjið plastfilmu yfir. Geymið í kæli yfir nótt.
4.Takið deigið úr kæli, fletjið þunnt út, skerið kökur út með piparkökuformum og raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Passið að hafa þær ekki of klesstar saman.
5.Bakið í 7-9 mín við 190°C blástur.

Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að setja glassúr á þær en það má að sjálfsögðu skreyta þær að vild. Ég nota Oatly kaffi mjólkina mikið í bakstur þar sem hún er svo djúsí og góð. Hún er fitumeiri heldur en hinar týpurnar og hentar því sérlega vel í allskyns kökuuppskriftir þar sem beðið er um mjólk.

Ég mæli með því að setja þessa uppskrift í bookmarks, prenta hana út, vista á Pinterest eða skrifa niður í uppskriftabókina því þú munt ekki vilja neina aðra uppskrift hér eftir!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.