Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað.
Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti og svo soðnar. Ég geri oft hummus með dósabaunum ef ég er að flýta mér. En ég finn bragð og áferðarmun með því að nota baunir sem lagðar hafa verið í bleyti. Kannski eitthvað með dúlleríið og ástina sem fer í undirbúninginn.
Þessi hummus er allavega mín uppáhaldsuppskrift og ég gæti bókstaflega lifað á honum. Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.
Verði ykkur að góðu!
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi
Leave a Reply