Innihaldslýsing

3 bollar soðnar kjúklingabaunir frá Rapunzel
3 msk tahini frá Rapunzel
3 msk sítrónusafi ferskur
2 msk ólífuolía með sítrónu frá Rapunzel
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk cumin krydd
1/2 tsk cayenne pipar
Örlítið vatn til að þynna ef þarf
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...

Leiðbeiningar

1.Ef þið notið þurrkaðar baunir eins og ég gerði í þessu tilfelli leggið þá þurrkaðar baunir í bleyti í kalt vatn í 8 - 10 tíma. Setjið þá baunirnar í pott og látið kalt vatn fljóta vel yfir baunirnar. Saltið og sjóðið í 60 mín. Kælið.
2.Ef þið viljið einfalda ykkur lífið getið þið einnig notað niðursoðnar kjúklingabaunir. Rapunzel baunirnar eru sérstaklega góðar.
3.Setjið baunir og öll önnur innihaldsefnin í matvinnsluvél og vinnið vel þar til silkimjúkt. Mér þykir gott að bæta smá vatni saman við til að þynna hummusinn aðeins.
4.Berið fram í skál og skreytið með steinselju, kjúklingabaunum og ólífuolíu. Berið fram með pítuflögum, smyrjið í tortillur, setjið ofan á hrökkbrauð eða dýfið grænmeti í... hvað sem ykkur dettur í hug.

Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað.

Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti og svo soðnar. Ég geri oft hummus með dósabaunum ef ég er að flýta mér. En ég finn bragð og áferðarmun með því að nota baunir sem lagðar hafa verið í bleyti. Kannski eitthvað með dúlleríið og ástina sem fer í undirbúninginn.

Þessi hummus er allavega mín uppáhaldsuppskrift og ég gæti bókstaflega lifað á honum. Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.

Verði ykkur að góðu!

 

 

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.