Innihaldslýsing

1 dós Örnu skyr með botnfylli af bláberjum
1 dl frosin bláber
1 dl frosin hindber
1 msk möndlusmjör
2 tsk chia fræ
smá sletta vatn eða mjólk eftir smekk
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.

Leiðbeiningar

1.Setjið skyr auk annarra innihaldsefna í blandara og blandið þar til kekkjalaust.
2.Hellið í glas og dreyfið smá möndlusmjöri og chiafræjum.

Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.