Innihaldslýsing

1 stórt baguette
1 dós grænn aspas
120g sveppir eða hálft box
sólblómaolía til steikingar
1 dós Oatly smurostur með gúrku og hvítlauk (græni)
1 dós Oatly smurostur hreinn (blái)
1 tsk grænmetiskraftur, ég nota frá Rapunzel
salt og pipar eftir smekk
1 tsk hlynsíróp (má sleppa en jafnar aðeins út sýruna í ostinum)
paprikukrydd
Næringarger
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...

Leiðbeiningar

1.Skerið endana af brauðinu og skerið það síðan í þrennt. Skerið síðan ofan í brauðið langsum og setjið í eldfast mót.
2.Skerið sveppina í sneiðar og steikið þá upp úr sólblómaolíu og setjið örlítið sjávarsalt. Setjið til hliðar.
3.Setjið saman í pott aspasinn, oatly smurostana, kraft og hlynsíróp og hrærið vel. Smakkið til með salti og pipar og meiri krafti ef vill. Látið malla í nokkrar mín.
4.Deilið aspasmaukinu jafnt í brauðin, stráið paprikukryddi yfir og bakið í ofni í 15 mín við 200°C

Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg af aspas, steiktum sveppum, kryddi og næringargeri erum við komin með eitthvað það mest djúsí sem til er.

Ég mæli með þessu í helgar hádegismatinn nú eða jafnvel bara afmæli eða saumaklúbb!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.