Innihaldslýsing

1 hvítt formbrauð, helst dagsgamalt - keypt óniðurskorið
50g smjör
4 egg
1 bolli nýmjólk frá Örnu
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk vanillukorn (má sleppa og bæta við 2 tsk af vanilludropum)
2 msk hveiti
Fersk jarðarber eftir smekk
Karamellu kókosflögur ef vill
Sigtaður flórsykur
French toast eða franskt eggjabrauð er upprunalega hægt að rekja til Rómarveldis en vissulega er þetta réttur sem síðustu aldir má rekja til mið Evrópu og Bandaríkjanna. Frakkar kalla þetta reyndar ekki franskt eggjabrauð en þessi réttur gengur þar undir nafninu “Týnt brauð” eða “Pain perdu”. Hér setjum við smá íslenskt tvist á þennan rétt....

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að undirbúa skyrmúsina og geymið hana í kæli á meðan brauðið er græjað.
2.Skerið brauðið í þykkar sneiðar
3.Hræið saman eggjum, mjólk, vanillu og hveiti. Mér finnst best að gera það bara með töfrasprota svo hveitið fari örugglega ekki í kekki.
4.Setjið smjörklípu á pönnu, dýfið brauðsneið snöggt í eggjablönduna sitt hvoru megin og steikið á pönnunni þar til brauðið verður gyllt. Endurtakið þar til það er búið að steikja allt brauðið.

French toast eða franskt eggjabrauð er upprunalega hægt að rekja til Rómarveldis en vissulega er þetta réttur sem síðustu aldir má rekja til mið Evrópu og Bandaríkjanna. Frakkar kalla þetta reyndar ekki franskt eggjabrauð en þessi réttur gengur þar undir nafninu “Týnt brauð” eða “Pain perdu”.

Hér setjum við smá íslenskt tvist á þennan rétt. Með honum ber ég fram jarðarberja skyrmús (mousse) og algjörlega unaðslega jarðarberjasósu. Að viðbættum ferskum jarðarberjum og karamellu kókosflögum er þessi réttur fullkominn í helgar brönsinn.

Í skyrmúsina nota ég nýja jarðarberjaskyrið frá Örnu en það er að mínu mati ein sú besta mjólkurvara sem hefur komið á markað síðustu ár. Silkimjúkt skyr með ávöxtum í botninum. Hlutfallið á milli ávaxtanna og skyrsins er nákvæmlega hárrétt og það skiptir bara miklu máli! Ég hræri upp skyrið og blanda því saman við örlítinn flórsykur og stífþeyttan Örnu rjóma.

Nú er tíminn til að njóta lífsins heima!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.