French toast eða franskt eggjabrauð er upprunalega hægt að rekja til Rómarveldis en vissulega er þetta réttur sem síðustu aldir má rekja til mið Evrópu og Bandaríkjanna. Frakkar kalla þetta reyndar ekki franskt eggjabrauð en þessi réttur gengur þar undir nafninu “Týnt brauð” eða “Pain perdu”.
Hér setjum við smá íslenskt tvist á þennan rétt. Með honum ber ég fram jarðarberja skyrmús (mousse) og algjörlega unaðslega jarðarberjasósu. Að viðbættum ferskum jarðarberjum og karamellu kókosflögum er þessi réttur fullkominn í helgar brönsinn.
Í skyrmúsina nota ég nýja jarðarberjaskyrið frá Örnu en það er að mínu mati ein sú besta mjólkurvara sem hefur komið á markað síðustu ár. Silkimjúkt skyr með ávöxtum í botninum. Hlutfallið á milli ávaxtanna og skyrsins er nákvæmlega hárrétt og það skiptir bara miklu máli! Ég hræri upp skyrið og blanda því saman við örlítinn flórsykur og stífþeyttan Örnu rjóma.
Nú er tíminn til að njóta lífsins heima!
Leave a Reply