Innihaldslýsing

4 msk smjör
300g sveppir saxaðir
2 bollar arborio hrísgrjón
1 bolli hvítvín
1/2 laukur
1/2 geiralaus hvítlaukur
Salt + pipar
1 l. kjúklingasoð (eða 2 kjúklingateningar + vatn)
1/2 bolli rjómi frá Örnu
1/2 bolli mozzarella ostur með hvítlauk frá Örnu
Fersk steinselja
Risotto er einn af mínum uppáhaldsréttum, ótrúlega einfalt í gerð og er tekur alls ekki eins mikinn tíma og maður gæti haldið. Það er hægt að leika sér endalaust með hráefnin þó svo í grunninn séu þetta bara hrísgrjón og soð. Þessi uppskrift er með þeim einfaldari, ferskir sveppir með mozzarella, hvítvíni og steinselju. Ef...

Leiðbeiningar

1.Steikið sveppina upp úr 2 msk af smjörinu.
2.Takið sveppina af pönnunni og setjið restina af smjörinu á pönnuna. Steikið laukinn þar til hann er orðinn glær.
3.Bætið hvítlauk út á og steikið í 1 mín.
4.Hellið hrísgrjónum út á og steikið í 1 mín. Bætið hvítvíni út á og látið það gufa upp.
5.Setjið svo eina ausu af soði út á grjónin í einu og látið soðið gufa upp að mestu þar til næstu ausu er hellt yfir. Gerið þetta þar til soðið klárast.
6.Þegar allt soðið er komið út á og gufað upp bætið þið við rjóma og mozzarellaosti, saltið og piprið.
7.Setjið í skál og stráið saxaðri steinselju yfir

Risotto er einn af mínum uppáhaldsréttum, ótrúlega einfalt í gerð og er tekur alls ekki eins mikinn tíma og maður gæti haldið. Það er hægt að leika sér endalaust með hráefnin þó svo í grunninn séu þetta bara hrísgrjón og soð.

Þessi uppskrift er með þeim einfaldari, ferskir sveppir með mozzarella, hvítvíni og steinselju. Ef ykkur hefur alltaf langað að prófa að gera risotto en aldrei lagt í það þá mæli ég með þessari.

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu á Bolungarvík

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.