Innihaldslýsing

Kartöflur 650gr
Grænt epli 1 stk
Hrein Jógúrt 180gr
Majones 100gr
Graslaukur 20gr
Ruccola 30gr
Dijon 1 msk
Salt og pipar eftir smekk
Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt...

Leiðbeiningar

1.Sjóðið kartföflurnar
2.Skerið því næst Eplið, Graslaukinn og Rucolað í smáar einingar
3.þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær settar undir kalt vatn þar til þær eru orðnar volgar
4.Skerið kartöflurnar í litla bita
5.Að lokum er öllum hráefnunum blandað varlega saman í skál

Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt með næstu máltíð.

Hægt er að fylgjast með matarmönnum á instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.