Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót til að mýkja hana aðeins og gera hana aðeins sumarlegri og meira djúsí. Gríska sumarjógúrtin frá Örnu er með vestfirskum rabarbara og er alveg dásamleg hrærð við þeyttan rjóma. Þessi kaka er ekki flókin og er sérlega fljótleg. Án rjómans geymist hún mjög vel og ómissandi með rjúkandi tebolla eða kaffi.
Leave a Reply