0,5 dl vatn, ylvolgt | |
1 bréf (12 g) þurrger | |
1 tsk sykur | |
0,5 dl vatn, ylvolgt | |
2 dl mjólk | |
1 tsk salt | |
3 msk olía | |
600 g hveiti | |
1 egg | |
½ tsk lyftiduft | |
1 ½ dl sólkjarnafræ | |
200 g gulrætur, rifnar | |
egg til penslunar |
Gerir um 12 bollur
1. | Setjið vatn í skál og hellið þurrgeri og sykri út í. Látið standa þar til gerið er farið að freyða. |
2. | Bætið þá mjólk, olíu, salti, eggi og lyftidufti saman við. |
3. | Bætið rifnum gulrótum og sólkjarnafræjum saman við. Hnoðið vel. |
4. | Rúllið í pulsu og skerið í 12 hluta. Mótið bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í 30 mínútur. |
5. | Penslið bollurnar með eggi. Bakið í 200°C heitum ofni í 12 mínútur. |
Leave a Reply