Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að mínu mati þær allra bestu.
Það eru hafrar í kökunum sjálfum en kanilmulningurinn á toppnum er það sem slær allt út. Þessar kláruðust á núlleinni og strax spurt hvenær ég geti gert svona aftur.
Ég nota AB mjólk mikið í bakstur og sér í lagi þar sem afurðin þarf að ná góðri lyftingu. Í þessar nota ég AB mjólkina með vanillubragði frá Örnu og þær verða extra mjúkar og flöffí fyrir vikið. Mér finnst hún passa sérlega vel í bakstur vegna vanillubragðsins. Hef prófað hana í vöfflur og skúffuköku og allt varð einhvernveginn alveg extra gott. Mæli með!
Leave a Reply