Innihaldslýsing

Halloumi ostur
Granet epli 1/2
Balsamik edik 1/2 bolli
Ostakex
Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur. Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem...

Leiðbeiningar

1.Hellið ediki í pott (miðlungs hita)
2.Opnið granet eplið og náið berjunum út
3.skerið ostinn í 6 jafn þykkar sneiðar
4.Hrærið vel í edikinu á meðan það sýður (ca 15-20 mínútur)
5.Setjið ostinn á grillið ( 150 gráður ca) og snúið reglulega þar til osturinn verður gullinbrúnn á báðum hliðum
6.Þegar edikið er orðið þykkt sýróp er það tekið af helluni og sett til hliðar
7.Gerið kexin tilbúin
8.Osturinn er tekinn af grillinu og sneiðarnar skornar í ílanga helminga, komið þeim fyrir á kexunum og dreifið sýrópinu og berjunum yfir

Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur.
Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem tekur þennan forrétt á allt annað plan, Njótið í botn !

 

Aðferðir og myndbönd er hægt að finna á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.