Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur.
Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem tekur þennan forrétt á allt annað plan, Njótið í botn !
Aðferðir og myndbönd er hægt að finna á Instagram undir @Matarmenn
Leave a Reply