Innihaldslýsing

300g hafrakex
150g brætt smjör
2 krukkur Grísk haustjógúrt frá Örnu
450ml rjómi frá Örnu
4 matarlímsblöð, má sleppa
4 msk bláberjasulta + auka til að setja ofan á kökuna
2 msk flórsykur
Fersk bláber
Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og...

Leiðbeiningar

1.Bakið hafrakex eða kaupið bara út í búð. Vigtið 300g og myljið í matvinnsluvél eða brjótið fínt með höndunum. Bræðið smjörið og hrærið saman við ásamt kanil.
2.Setjð kexblönduna í miðlungs stórt eldfast mót og þjappið lauslega, passið að þjappa ekki of þétt því þá getur verið erfitt að skera kökuna eftir kælingu.
3.Stífþeytið rjóma ásamt flórsykri. Blandið jógúrtinni saman við ásamt sultunni. Setjið jógúrtfyllinguna yfir kexbotninn. Setjið sultu á toppinn eins og vill og dragið hana út með tannstöngul.
4.Setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti 3-4 tíma en jafnvel enn betra ef það næst yfir nótt.
5.Berið fram með ferskum bláberjum.

Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og hægt að útbúa fyrirfram og geyma í kæli þar til bera á kökuna fram.

Ég bakaði hafrakexið sérstaklega fyrir kökuna en vissulega þarf þess ekki. Það er bara eitthvað sérlega gott við heimabakað hafrakex og það passar svo vel við bláberjajógúrtina.

Það er alveg grá upplagt að nýta krukkurnar undan jógúrtinni og raða kökunni í krukkurnar. Þær eru líka alveg afbragðs sultukrukkur!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.