Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg sérstaklega gott bragð. Súkkulaði og kókos bragðið af stökku Póló kexinu passar mjög vel við ávextina, kanilinn og haframjölið og úr verður alveg stórgóður eftirréttur. Póló kexið er greinilega ekki bara gott eitt og sér með mjólk!
3 stór græn epli | |
3 perur | |
3 msk eplasafi | |
2 msk sykur | |
2 msk hveiti | |
1 tsk kanill | |
1 tsk vanilludropar |
Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg...
1. | Hitið ofninn í 180°C blástur. |
2. | Afhýðið ávextina og skerið í bita. Setjið bitana í skál og dreifið yfir þá eplasafanum, sykri, hveiti, kanil og vanilludropum. Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót. |
3. | Myljið kexið smátt í matvinnsluvél og setjið í skál ásamt restinni af innihaldsefnunum. Dreifið yfir eplin og perurnar. Hyljið fatið með álpappír og bakið fyrst í 25 mín með hann á. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 20 mín. |
4. | Setjið rjómann í skál ásamt vanillu, sítrónusafa og salti. Þeytið þar til rjóminn er orðinn stífþeyttur. Berið fram með volgri bökunni. |
Leave a Reply