Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg sérstaklega gott bragð. Súkkulaði og kókos bragðið af stökku Póló kexinu passar mjög vel við ávextina, kanilinn og haframjölið og úr verður alveg stórgóður eftirréttur. Póló kexið er greinilega ekki bara gott eitt og sér með mjólk!

Leave a Reply