Innihaldslýsing

2 pakkningar Goða lambaprime í hvítlauks og rósmarín marineringu, um 900-1000g.
1 poki veislusalat
1/2 poki klettasalat
1 box kokkteil tómatar skornir í tvennt
1/2 agúrka skorin í bita
1/4 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
20 svartar ólífur skornar í tvennt
1 krukka fetaostur eftir smekk
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...

Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig!

Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum og agúrku ásamt myntu chimichurri gerir þessa máltíð að þvílíkri bragðsprengju. Fallegt á borði og upplagt að bera fram í matarboðunum í sumar. Ég mæli með einhverju mildu rauðvíni með eða jafnvel bragðmiklu köldu hvítvíni.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Kjarnafæði – Norðlenska hf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.