Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur tegundum af ljúffengum fyllingum sem henta flestum. Þær eru fallegar á borði og sóma sér vel í hvers kyns veislur, saumaklúbba eða matarboðið. Þessi uppskrift miðast við ca. 20 snittur en það er lítið mál að stækka uppskriftina fyrir stærri tilefni.
Annars vegar nota ég gómsæta vegan tómatpestóið frá Sacla ásamt söxuðum tómötum, ólífum og kryddum. Hinsvegar er ég með hægeldaða sveppi, karamellíseraðan rauðlauk, balsamedik og krydd.
Leave a Reply