Innihaldslýsing

200g hreint skyr frá Örnu
1 tsk sykurlaust hlynsíróp (má sleppa)
2 tsk chia fræ
1/2 banani
1/2 msk hampfræ
2 tsk möndlusmjör
Fersk ber eftir smekk, ég notaði hindber og bláber
Sykurlaust granóla eftir smekk
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...

Leiðbeiningar

1.Setjið skyr í skál og blandið sykurlausu sírópi og chia fræjum saman við.
2.Raðið ofan á bönunum, granóla, berjum og hampfræjum, toppið með möndlusmjöri.

Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins.

Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti ég banana, möndlusmjör, hampfræ, fersk hindber og bláber. Stútfullt af næringu og heldur manni mettum í langan tíma.

Nú er hreina skyrið frá Örnu komið í fallegar umhverfisvænar stærri umbúðir. Í hverri dós eru 500g af skyri og tilvalið að kaupa og eiga í kælinum fyrir svona skálar til dæmis og einnig er hreina skyrið einstaklega gott sem grunnur í kaldar sósur t.d

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.