Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Archives: <span>Recipes</span>
Sælgætis múslíbitar
Þessir múslíbitar hafa vinninginn þegar múslíbitar eru annars vegar. Þeir innihalda hafra, fræ, hnetur, rúsínur og hlynsíróp sem nær að vera fullkomnun ein og sér en við bætum um betur og dreipum smá hvítu súkkulaði yfir bitana að auki. Þessir múslíbitar eru svo ólýsanlega góðir að hér þarf að tvöfalda uppskriftina ef þeir eiga að...
Hollar haframjölsbollur
Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1...
Veitingahúsagagnrýni Matur og drykkur
Matur og drykkur, Grandagarði 2 Nýlega lá leið mín á veitingastaðinn Matur og drykkur sem er staðsettur á Grandasvæðinu. Eigendur staðarins eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz, en það er gaman að segja frá því að Gísli sem á og rekur einnig veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum var á dögunum...
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Ótrúlega ljúffengir Oreo ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun. Hér er á ferðinni algjört gúmmelaði sem klikkar ekki! Einfaldir Oreo ostakökubitar...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...
Gestabloggarinn Helga Garbíela – Pizza með ofnbökuðum rauðrófum, mýktum lauk, valhnetum og geitaosti.
Ég er bæði stolt og spennt að kynna næsta gestabloggara til leiks. Þetta er hún Helga Gabríela sem heldur úti matarblogginu helga-gabriela.com þar sem hún birtir hollar, frumlegar og svo gjörsamlega ómótstæðilegar uppskriftir og birtir fallegar ljósmyndir með. Ég get óhikað sagt að hún er einn af mínum uppáhalds matarbloggurum hér á Íslandi. Helga Gabríela var...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum...
Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu
Einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða upp á þegar gesti ber að garði er gamla góða lambalærið. Þarna erum við einfaldlega að tala um rétt sem allir elska, jafnt ungir sem aldnir og gaman er að bera fram. Lambalærið er réttur sem hentar svo ótrúlega vel þegar að fjöldi gesta er í meira...
Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta
Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Meinholl morgunverðarskál
Eftir marga yndislega og ljúfa sólar- og sumarfrísdaga, með tilheyrandi slökun á heilsusamlegu matarræði, er nú loks komin tími til að komast aftur á rétta sporið. Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svooooo miklu uppáhaldi. Ekki aðeins gleður þessi girnilega morgunverðarskál augað, heldur einnig bragðlaukana....
Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr
Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Kjúklinga- og spínatlasagna
Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar. Kjúklinga og spínatlasagna 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum) Olía 1 msk karrý 2 laukar, saxaðir smátt 3 dl rjómi 2 dósir...
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum
Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða...

















