Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg! Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin...
Archives: <span>Recipes</span>
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Púðursykurslaxinn sem allir elska!
Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er “true story”. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku. Púðursykurlaxinn 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk púðursykur 2 tsk...
Frískandi vatnsmelónu smoothie
Það er fátt betra en að byrja daginn á ferskum og bragðgóðum smoothie. Þessi vatnsmelónusmoothie er skemmtileg viðbót í safnið. Hann er góður sem morgundrykkur, skemmtilegur sem öðruvísi fordrykkur en einnig dásamlegur með léttum mat. Vatnsmelónu smoothie 5 bollar vatnsmelóna, steinahreinsuð 1 þroskaður banani 1/2 bolli frosin jarðaber 1/3 bolli mjólk Aðferð Látið allt saman...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Hægeldað lambalæri með dukkah
Ég hef áður komið með færslu þar sem ég hef dásamað dukkah. Hvort sem þið kaupið það út í búð eða búið það til sjálf skiptir ekki öllu en það má endalaust leika sér með þetta og prufa með hinum ýmsum mat. Ég birti um daginn uppskrift að dukkah lax en nú ætla ég að koma...
Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
Rigning = leti = súkkulaðikaka! Ég veit ekki hvað það er en á rigningardögum er nennan oft töluvert minni en á öðrum dögum. Auðvitað ætti maður að rífa sig upp, henda sér í regngallann og gera eitthvað af viti..en nei ég nenni því ekki. Reyndar er löngu hætt að rigna þegar ég skrifa þetta, en...
Léttara carbonara
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Sólskinskjúklingur
Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur ...
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
Uppáhalds kjúklingasúpan
Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Draumabitar
Þessa kalla ég draumabita, enda er það að borða þá draumi líkast. Stökkar kornflögur, gróft hnetusmjör, ilmandi kókosmjöl, dásamlegt súkkulaði og rennandi síróp, þarf ég að segja eitthvað meira…já þessir eru rosalegir!!! Það er svosem alveg nóg að fá sér bara 1-2 bita með góðum kaffibolla, en þeir eru hættulega ávanabindandi þannig að það er...
Dukkah lax
Þegar kemur að því að elda á virkum dögum eru það nokkur atriði sem ég legg mesta áherslu á. Það er að maturinn sér fljótlegur, hollur, bragðgóður og innihaldi fá hráefni. Þessi frábæri lax með dukkah smellpassar í þann flokk en hann tekur ótrúlega stuttan tíma að útbúa. Ég birti nýlega uppskrift að frábæru dukkah...
Baby Ruth bomba
Fyrir nokkrum árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð í vinnunni minni mætti einn starfsmaðurinn með þessa himnesku köku. Það er skemmst frá því að segja að síðan þá hefur þessi starfsmaðurinn verið í sérstöku uppáhaldi og kakan einnig enda fáar kökur sem ná að skáka þessari. Einföld í gerð og frábær í munni. Baby Ruth...
Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum
Ummm þessi réttur er snilldin ein og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin er ofureinföld þó hráefnin séu í meira lagi að þessu sinni, en látið það ekki fæla ykkur frá. Ég vann mér í haginn og útbjó þennan rétt kvöldinu áður en ég eldaði hann og lét hann marinerast í sólahring. Útkoman var stórkostleg! Hrísgrjónin...
Sumardrykkurinn Basil Gimlet
Það er algjörlega við hæfi að enda þennan síðasta vetrardag á þessum frábæra sumardrykk. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem með uppskrift að kokteil, en eflaust ekki í það síðasta, enda alltaf jafn skemmtilegt að fá sér góðan kokteil á björtum sumardegi. Gleymið Mojito því þetta sumarið er það Basil Gimlet sem verður...





