Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða með súpu til dæmis. Jafnvel með helgarbrönsinum. Þær eru einnig fljótlegar þar sem ekkert ger er í þeim og þurfa því ekkert að hefast.
Leave a Reply