Innihaldslýsing

1/2 gulur laukur
1/2 geiralaus hvítlaukur
1/2 grænn chili
1 bolli rauðar linsubaunir frá Rapunzel
3 bollar vatn
2 msk taco krydd
örlítið sjávarsalt ef vill
Iceberg
Maískorn frá Rapunzel
Tómatar
Avocado
Kóríander
Soðin hýðishrísgrjón frá Rapunzel
Sýrður rjómi frá Oatly
Það er alveg sérstaklega hentugt að eiga nóg af linsubaunum í skápunum. Þær eru bráðhollar og næringarríkar auk þess að vera ódýr matur. Hérna er ég með þær í taco búningi og henta prýðilega í svona taco skál eða jafnvel vefjur eða taco skeljar. Það má alveg breyta eða skipta út kryddum og hafa það...

Leiðbeiningar

1.Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum eða notið afganga.
2.Saxið laukinn, hvítlauk og chili smátt eða setjið í matvinnsluvél. Steikið í örlítilli olíu í 2-3 mín.
3.Bætið linsum, vatni og kryddi út á pönnuna og hrærið. Setjið lokið á látið malla í 15 mín, hrærið í af og til.
4.Takið lokið af og steikið áfram í 5 mín þar til linsurnar hafa þykknað, smakkið til.
5.Saxið grænmeti og gerið baunir tilbúnar. Raðið fallega saman í skál og toppið með Oatly sýrðum rjóma.

Það er alveg sérstaklega hentugt að eiga nóg af linsubaunum í skápunum. Þær eru bráðhollar og næringarríkar auk þess að vera ódýr matur. Hérna er ég með þær í taco búningi og henta prýðilega í svona taco skál eða jafnvel vefjur eða taco skeljar.

Það má alveg breyta eða skipta út kryddum og hafa það grænmeti eða meðlæti sem ykkur hugnast. Þetta er mín uppáhalds útgáfa og það vill bara svo til að hún er vegan. Ég nota hérna avocado, maískorn, kóríander (ok mér finnst hann vondur en maðurinn minn elskar hann), tómata, hýðishrísgrjón og vegan sýrðan rjóma.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.