Innihaldslýsing

5 hvítlauksrif, söxuð smátt
2 pakkar af risarækju frá Sælkerafiski
120 ml tequila
1/2 búnt ferskt kóríander
salt og pipar
Einfaldasti réttur í heimi og með þeim betri. Tequila færir risarækjurnar á annað plan og hvítlaukurinn og kóríander gera gott enn betra!

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör á pönnu og bætið hvítlauk saman við þar til gylltur á lit.
2.Setjið risarækjurnar saman við og steikið í 2-3 mínútur.
3.Hellið tequila saman við og kryddið með kóríander, salti og pipar. Einnig er gott að bæta við chilíflögum. Látið sjóða í 2 mínútur.
4.Setjið á disk og berið fram með fersku kóríander, salti og pipar.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.