Innihaldslýsing

1/2 bolli tahini, ég notaði ljóst frá Rapunzel
1 hvítlauksgeiri
2 msk ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
1 msk hlynsíróp, ég notaði frá Rapunzel
1/2 tsk sjávarsalt
2 msk steinselja þurrkuð
6 msk vatn
Ólífuolía, sesamfræ og saxaður kóríander til skrauts
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...

Leiðbeiningar

1.Setjið allt í matvinnsluvél eða lítinn blandara og blandið vel saman.
2.Setjið í litla skál og toppið með ólífuolíu, sesamfræjum og kóríander.

Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur með falafel og fersku grænmeti.

Vegan ídýfa með vegan snakki. Það er líka alveg sérlega gott plan fyrir gamlárskvöld!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.