Þessar kjúklingabringur eru fylltar með geggjaðri fyllingu sem samanstendur af salthnetum, fetaosti og ferskri basilíku. Beikoni er síðan vafið utanum bringurnar áður en þær fara í ofninn. Réttur sem einfalt er að gera og á alltaf vel við með góðu salati. Þið sláið í gegn með þessum rétti! Geggjaðar kjúklingabringur Beikonvafðar kjúklingabringur með...
Tag: <span>fetaostur</span>
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...
Nautaborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa
Frábærir fetaostafylltir nautaborgarar með grænmetissalsa sem einfaldir eru í gerð og leika við bragðlaukana. Hamborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa 450 g nautahakk 1 hvítlauksrif ½ tsk paprikukrydd 1 tsk allrahandakrydd (allspice) ½ tsk cumin (ath ekki kúmen) 4 msk fersk steinselja, söxuð börkur af einni sítrónu, fínrifinn 125 g fetaostur, mulinn salt og pipar...
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu
Grískur, fallegur, litríkur og ljúffengur er óhætt að nota sem lýsingu á þessum rétti sem tilvalið er að elda um helgina. Kjúklingabringur fylltar á grískan máta er ofureinfalt að gera og lætur viðstadda stynja af ánægju. Ekki skemmir svo fyrir að þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er einnig meinhollur. Njótið vel! Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu 1 krukka...