Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Hollari kleinuhringir með karmelluglassúr
Ég hef svo gaman að því að skoða fallegar uppskriftarsíður og ekki þykir mér það verra ef að uppskriftirnar eru hollar. Hún Leanne Vogel heldur úti síðunni Healthful pursuit en þar birtir hún uppskriftir sem eru hollar og girnilegar og henta öllum vel en þó sérstaklega þeim sem eru með einhverskonar óþol eða á sérstöku...
Pasta alla vodka
Þið þurfið ekki að leita lengi til að finna uppskrift að pastarétti sem inniheldur hráefnið vodka. Matgæðingar keppast um að lofa pastasósuna og hún hefur birst í ófáum matreiðslubókum. Það er ekki að undra því uppskriftin er dásamleg og ótrúlegt hvað góð pastasósa getur gert mikið fyrir einfalt spaghetti. Á stuttum tíma er komin þessi...
Fimm stjörnu kjúklingaréttur
Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum. Borðbúnaður Indiskaa Kínverskur...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Bananabrauð með Nutellakremi
Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Letipasta
Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn...
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Létt kartöflusalat með eplabitum
Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift. Létt kartöflusalat með eplabitum 6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga 1 1/2 rautt epli, skorið í teninga...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Púðursykurslaxinn sem allir elska!
Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er “true story”. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku. Púðursykurlaxinn 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk púðusykur 2 tsk...
Frískandi vatnsmelónu smoothie
Það er fátt betra en að byrja daginn á ferskum og bragðgóðum smoothie. Þessi vatnsmelónusmoothie er skemmtileg viðbót í safnið. Hann er góður sem morgundrykkur, skemmtilegur sem öðruvísi fordrykkur en einnig dásamlegur með léttum mat. Vatnsmelónu smoothie 5 bollar vatnsmelóna, steinahreinsuð 1 þroskaður banani 1/2 bolli frosin jarðaber 1/3 bolli mjólk Aðferð Látið allt saman...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...