Þessar kjúklingabringur eru fylltar með geggjaðri fyllingu sem samanstendur af salthnetum, fetaosti og ferskri basilíku. Beikoni er síðan vafið utanum bringurnar áður en þær fara í ofninn. Réttur sem einfalt er að gera og á alltaf vel við með góðu salati. Þið sláið í gegn með þessum rétti! Geggjaðar kjúklingabringur Beikonvafðar kjúklingabringur með...
Tag: <span>fylling</span>
Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita! Karamellufyllt súkkulaðikaka með karamellukremi…algjör draumur Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi 150 g...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Snúðar betri en úr bakaríi
Uppskriftina af bestu snúðunum má nú einungis nálgast hjá upprunalegum höfundi: https://vallagrondal.is/snudar-betri-en-ur-bakariinu/
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...
Fyllt lambafillet með með myntu, döðlum og mozzarellaosti
Uppskriftin af þessum fylltu lambafillet birtist í Árbæjarblaðinu fyrr í vor en í því blaði má oft finna ansi girnilegar uppskriftir frá matgæðingum búsetta í Árbænum. Það voru þau Halldór Már Sæmundsson og Hrund Pálmadóttir sem gáfu lesendum þessa uppskrift sem ég mátti til með að prufa og óhætt að segja að rétturinn hafi slegið í...
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...