Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Tag: <span>kvöldmatur</span>
Frábær karrý kjúklingaréttur með kókosnúðlum
Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum. Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum – vörur úr versluninni Snúran Karrý kjúklingur með kókosnúðlum 700...
Unaðslegt risotto með smjörsteiktum aspas
Helgarmaturinn er nú frekar ljúffengur að þessu sinni en það er dásemdar risotto með smjörsteiktum aspas. Í minningunni er risotto frekar tímafrekur og flókinn réttur, en það á ekki við neina stoð að styðjast hér. Uppskriftin er fljótleg og frábær og mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum sem hana gera. Hér er komin...
Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu
Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi… Frábær chilí tómatsúpa á YOY diskamottun úr versluninni Snúran Chilí tómatsúpa 2 laukar, skornir gróflega 2 hvítlauksrif, smátt...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Spicy núðlur á mettíma
Þessi réttur er algjör snilld og hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem vill láta matinn rífa aðeins í bragðlaukana. Hann er einfaldur í gerð og því fullkominn í kvöldmatinn í miðri viku. Auðvitað má smakka sósuna til og hafa hann mildan, en þá mæli ég með því að bæta aðeins um 1 tsk af chilímaukinu í...
Shakshuka
Hún Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er næsti gestabloggari hjá okkur. Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og með brennandi áhuga á handavinnu og mikil áhugamanneskja í eldhúsinu. Hér er hún með uppskrift af girnilegu Shakshuka sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Shakshuka Ég hef sérstakt fetish fyrir því að finna uppskriftir sem eru í senn – fljótlega, hollar,...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Einfalt og ómótstæðilegt kínóa sushi
Ég á marga uppáhalds rétti sem ég elda aftur og aftur og aftur á milli þess sem ég reyni að elda eitthvað nýtt. Þennan eldaði ég fyrir nokkrum vikum síðan í fyrsta skipti og hef gert hann of oft síðan þá og fæ ekki nóg. Þetta er frábært sem nesti í hádeginu eða sem léttur...
Bestu heimatilbúnu tortillurnar
Já ég veit við erum alltaf á hraðferð, hvort sem það er vinnan, námið, börnin, leikfimin eða eitthvað annað. Við eigum eftir að fara í búðina og vitum ekkert hvað við ætlum að hafa í matinn. Ég þekki þetta af eigin raun og trúið mér þá er það ekki efst á óskalista að flækja hlutina...
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...