Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Tag: <span>mexíkóskt</span>
Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu
Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Stökkar chimichanga með nautahakksfyllingu
Mexíkóskur vekur alltaf lukku og svo ótrúlega gaman að prufa sig áfram með þessa tegund matargerðar. Hér er á ferðinni chimichanga fylltar með nautahakki sem eru steiktar þar til stökkar. Fljótleg og ofurgóð kvöldmáltíð sem slær í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Hráefnin undirbúin Chimichangas með nautahakksfyllingu, salsa sósu, sýrðum rjóma og kóríander Chimichanga með nautahakksfyllingu...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...