Jæja þá er óhætt að segja að haustið sé mætt til okkar. Það er farið að dimma, kólna örlítið og af og til lætur rigningin í sér heyra. Eftir þetta yndislega sumar getur maður samt ekki annað en þakkað fyrir það sem við þó fengum og nú er bara að setja sig í annan gír og...
Tag: <span>rose poultry</span>
Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni
Nú ættu aðdáendur beikons að gleðjast því hér kemur uppskrift að virkilega bragðgóðum stir fry kjúklingarétti með stökku beikoni. Rétturinn nær svo fullkomnu jafnvægi með hrísgrjón í meðlæti. Njótið vel. Stir fry kjúklingaréttur með stökku beikoni Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni 700 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (frystivara sem fæst í flestum matvöruverslunum)...
Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu
Þó það sé sumar er ágætt að gefa grillinu smá frí og þessi tælenski réttur sem hefur um leið smá indverskt yfirbragð er dásemdin ein. Rétturinn er mjög fljótlegur í gerð og ofureinfaldur en bragðið af kókoskasjúhnetusósunni er slíkt að það er eins og þið hafið verið að nostra við réttinn í margar klukkustundir. Njótið...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Grillaður bjórkjúklingur
Á þessum fyrsta degi sumars eru margir sem taka fram grillið. Við stefnum á að vera dugleg að birta góðar grilluppskriftir í sumar og það er ekki úr vegi að koma með ómótstæðilega uppskrift af þessum góða kjúklingi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Leynitrixið felst í marineringunni og voðalega gott að gefa sér smá...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Kjúklinga- og spínatlasagna
Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar. Kjúklinga og spínatlasagna 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum) Olía 1 msk karrý 2 laukar, saxaðir smátt 3 dl rjómi 2 dósir...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu
Þessi kjúklingaréttur sem er með stökkum nachos flögum, grænmeti og mexíkó-rjómaostasósu sló öll met á heimilinu. Hann var gerður tvisvar sinnum sömu vikuna og verður svo sannarlega gerður aftur mjög fljótlega enda “comfort-food” eins og hann gerist bestur. Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu 4-5 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást í öllum helstu matvöruverslunum sem...
Marbella kjúklingaréttur
Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma. Marbella kjúklingaréttur Fyrir 4-6 ca 1 kg...
Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni
Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra. Ítalskur marinara kjúklingaréttur Tómatmauk 4 msk ólífuolía 4 skarlottulaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 dós hakkaðir tómatar 2 tsk oregano ¼ tsk piparflögur ½...