Sunnudagar byrja oft rólega með góðum kaffibolla og bakstri í samvinnu við fjölskyldumeðlimi. Þessi bananakaka með karamelluglassúr er sérstaklega ljúffeng og fullkomin á dögum sem þessum. Bananakaka með karamelluglassúr 150 g smjör 150 g sykur (gott að nota hrásykur) 2 egg 275 g hveiti 2 tsk lyftiduft hnífsoddur salt 2 tsk vanillusykur 3...
Tag: <span>uppskrift</span>
Hinar fullkomnu brauðbollur
Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið...
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Hátíðlegur límónufrómas
Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið. Hátíðlegur límónufrómas 5 matarlímblöð 4 eggjarauður, gerilsneyddar 4 eggjahvítur, gerilsneyddar 120 g sykur 1 vanillustöng 3...
Ískaka með Baileys makkarónukurli
Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Betri en “take away” kjúklingaréttur í rauðri kókoskarrýsósu
Fyrir mér er fátt betra en góður asískur réttur. Kostirnir við asíska matargerð eru margir en þó helst þeir að maturinn er einfaldur í gerð, meinhollur og bragðast dásamlega. Allt sem við elskum við asíska matargerð er nú samankomið í þessum dásemdar kjúklingarétti sem er mildur og bragðgóður og betri en nokkur take away sem...
Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn
Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það...
Glútenfrí jól og uppáhalds snjókúlurnar
Glútenfrí Jól er skemmtileg viðbót við uppskriftabækur sem koma út núna fyrir jólin en hér er á ferðinni bók sem gefin er út af þeim hæfileikaríku stöllum Þórunni Evu og Ástu Þóris og inniheldur dásamlega jólalegar og glútenfríar uppskriftir. Glútenfrí jól inniheldur margar girnilegar uppskriftir Uppskriftarbókin er með jákvæðum boðskap úr smiðju Játs og inniheldur einnig fallegt...
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Bjórmarinerað nautakjöt
Hér er á ferðinni marinering fyrir nautakjöt sem er nú með þeim betri, þar sem bjórinn setur hreinlega punktinn yfir i-ið og gerir kjötið lungnamjúkt. Leyfið þessu að liggja í einfaldri marineringunni í að minnsta kosti 6 tíma og þið eruð komin með uppskrift sem erfitt er að gleyma. Njótið vel. Kjöt á diskinn...
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum
Nú er rétti tíminn til að kveikja á kertum, kúra undir teppi og gæða sér á bragðgóðri súpu eins og þessari hér. Tómatsúpur eru að okkar mati ávallt svo ljúfar og góðar og hér nálgast hún fullkomnun með Thailenskum áhrifum. Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum Thai tómasúpa með kókos 4 stk rauðlaukur, gróft saxaðir 10...
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð. Þvílík dásemd! Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 400 g marsipan 4 egg 45 g olía 5 msk kakó Glassúr 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði 1 msk smjör Skraut Valhnetur, saxaðar...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...