Mexíkóskir réttir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Það skiptir í raun engu máli í hvaða útgáfu, þetta rennur allt jafn ljúflega niður. Þessi kjúklingaréttur hefur fest sig í sessi á heimilinu sem svona föstudags/helgar gúmmelaði réttur. Hann er líka alveg ekta réttur til að bera fram í óformlegu matarboði, í saumaklúbbnum eða jafnvel í afmælum.
Bragðmikil fajitassósan passar vel með kjúklingnum og fullkomið að dýfa nachos flögum í sósuna. Ostar og rjómi gera allt betra og það á sannarlega við hérna. Þetta er frekar stór uppskrift og það þjóðráð að frysta afgangana ef einhverjir verða.
Leave a Reply