Innihaldslýsing

2 pokar Finn Crisp snacks með Roasted peppers og chipotle
Rifinn ostur eftir smekk
Svartar baunir úr dós, magn eftir smekk
Rauðlaukur
Tómatar
Græn paprika
Grænt chili
Ferskt kóríander
Ostasósa
Salsasósa
Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Það var hægt að fá allskonar útgáfur af þessum rétti og yfirleitt voru það djúpsteiktar nachos flögur hlaðnar osti, salsa og allskyns gúmmelaði. Ég er búin að vera með einhverja nostalgíu cravings í svona flögur en ákvað að prófa að gera þennan...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 190°C.
2.Setið flögurnar í ofnfast mót eða plötu, stráið rifnum osti yfir eftir smekk. Setjið svartar baunir þar yfir, magn einnig eftir smekk.
3.Saxið það grænmeti sem hugurinn girnist
4.Setjið flögurnar í ofninn í ca. 10 mín. Takið plötuna eða fatið út og dreifið grænmeti yfir. Toppið með sósum eftir smekk og stráið fersku kóríander yfir. Berið strax fram.

Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Það var hægt að fá allskonar útgáfur af þessum rétti og yfirleitt voru það djúpsteiktar nachos flögur hlaðnar osti, salsa og allskyns gúmmelaði. Ég er búin að vera með einhverja nostalgíu cravings í svona flögur en ákvað að prófa að gera þennan rétt með uppáhalds Finn crisp flögunum mínum. Þær eru töluvert betri kostur en þessar hefðbundnu en gefa ekkert eftir hvað varðar bragð og áferð. Ég notaði einnig rifinn ost, svartar baunir og fleira sem eykur aðeins næringargildið en það er hægt að leika sér með þetta og setja allt sem hugurinn girnist ofan á. Þetta er grænmetisútgáfan en það er einnig hægt að setja kjúkling eða nautahakk í staðinn fyrir svörtu baunirnar. Fullkominn sumar helgar partíréttur!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við ÍSAM.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.